Portúgalska heimsveldið
Útlit
Portúgalska heimsveldið var langlífast evrópsku nýlenduveldanna. Upphaf þess má rekja til ársins 1415 þegar Hinrik sæfari lagði borgina Ceuta undir sig en endalok þess miðast annað hvort við afhendingu Maká til Kína árið 1999 eða sjálfstæði Austur-Tímor 2002. Heimsveldið varð í upphafi til vegna landkönnunar Portúgala á 15. og 16. öld. Bartolomeu Dias fór fyrir Góðravonahöfða 1488, Vasco da Gama kom til Indlands 1498 og Pedro Álvares Cabral kom að strönd Brasilíu árið 1500.
Lönd sem áður voru portúgalskar nýlendur eru meðal annars Angóla, Mósambík, Saó Tóme og Prinsípe, Brasilía og borgirnar Diu og Góa á Indlandi.